Innskráning í Karellen
news

Aðalfundur foreldrafélagsins

19. 11. 2019

Kæru foreldrar!

Fyrir hönd foreldrafélagsins hvetjum við foreldra til að gefa sér tíma til að mæta á aðalfundinn þriðjudagskvöldið 19. nóvember kl. 20.00 hér á Gimli.

Þar mun Jóhanna E. Torfadóttir næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum halda fyrirlestur. Hún fer vandlega yfir hvaða næring skiptir máli fyrir heilsu okkar og hvernig það getur verið mismunandi hvernig áherslur eru á mataræði barna annnars vegar og mataræði fullorðinna hins vegar.

Eins og við vitum þá getur sykurmagn í mat og drykkjum komið okkur á óvart. Það hefur áhrif á heilsu og líðan, ekki síst hjá litlum börnum. Í lokin er gert ráð fyrir spurningum og umræðum ef áhugi er fyrir hendi.

Við á Gimli eigum öflugt foreldrafélag, sýnum samstöðu og mætum á þennan flotta viðburð sem er í boði. Þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir foreldra til að eiga góða stund saman með öðrum foreldrum á Gimli.


© 2016 - Karellen